Tilkynningar

Helgi Bernódusson tekur við starfi skrifstofustjóra Alþingis

20.1.2005

Helgi Bernódusson tók við starfi skrifstofustjóra Alþingis 20. janúar 2005. Friðrik Ólafsson lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Helgi Bernódusson hefur verið aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis síðan 1996. Frá 1989 til 1996 var hann forstöðumaður þingmálasviðs, sem var áður annað af tveimur meginsviðum skrifstofunnar, og staðgengill skrifstofustjóra frá 1993. Helgi hefur verið í fullu starfi hjá Alþingi síðan 1983 þegar hann var ráðinn deildarstjóri á skrifstofu þingsins, en hann var jafnframt í hlutastarfi hjá Alþingi 1973-78 samhliða námi.