Tilkynningar

Robert Fischer sendir Alþingi erindi um íslenskan ríkisborgararétt

24.1.2005

Forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, var í morgun afhent erindi frá Robert Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann óskar eftir því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Það voru Garðar Sverrisson og Sæmundur Pálsson sem afhentu forseta Alþingis erindið fyrir hönd Roberts Fischers.

Erindi Roberts Fischers var rætt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun og var ákveðið að senda það til allsherjarnefndar Alþingis til meðferðar.