Tilkynningar

Ragnhildur Helgadóttir formaður ritstjórnar um sögu þingræðis

21.12.2005

Ritstjórn um sögu þingræðis á Íslandi kom saman í dag og skipti með sér verkum. Formaður ritstjórnar verður dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. Auk hennar skipa ritstjórnina Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands og dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis.

Í samræmi við samþykktir forsætisnefndar Alþingis mun ritstjórnin á næstu vikum móta ritstjórnarstefnu þar sem útfærð verða markmið og viðfangsefni ritsins. Í framhaldi af því verða settar fram tillögur um verklag og efnistök og gerð kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið. Á næstu mánuðum verður jafnframt leitað eftir samstarfi við fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar, stjórnmálafræði og sagnfræði. Ritstjórnin leggur áherslu á að verkið verði heildsætt verk um þingræði þar sem m.a. verði fjallað um uppruna þingræðis, eðli og inntak þingræðisreglunnar, sögu þingræðis og framkvæmd þess á Íslandi.