Tilkynningar

Til sveitarstjórnarmanna frá fjárlaganefnd Alþingis

5.9.2006

Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni vegna fjárlagaársins 2007 dagana 25. og 26. september nk. frá kl. 08:30 til kl. 17:00. Fjárlaganefnd gefur kost á fundi í gegnum fjarfundabúnað fimmtudaginn 28. september. Upplýsingar og tímapantanir eru í síma 5630 405 frá kl. 9-16 eigi síðar en 21. september nk.