Tilkynningar

Alþingishúsið lýst bleiku ljósi í kvöld og næstu daga

4.10.2006

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, hefur ákveðið, í samráði við forustu Krabbameinsfélagsins, að Alþingishúsið verði lýst bleiku ljósi næstu daga. Er það gert sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn þeim vágesti sem brjóstakrabbamein er. Alþingi slæst þannig í hóp margra þekktra stofnana víða um veröld í sérstöku alþjóðlegu árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 8 í kvöld þriðjudaginn 4. október og verða Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og varaforsetar þingsins á staðnum af því tilefni.