Tilkynningar

Viðtalstímar um fjárlagafrumvarp 2008

4.10.2007

Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá ríkisstofnunum, félögum, samtökum og einstaklingum sem varða fjárlög ársins 2008.
 

Þeim sem vilja er gefinn kostur á að fylgja erindum sínum eftir á nefndarfundi. Viðtöl við fulltrúa stofnana fara fram 5. til 9. nóvember nk. en önnur viðtöl verða eftir nánari ákvörðun nefndarinnar.

Tíma má panta í síma 5630 405 eða á netfangið aro@althingi.is 10. til 23. október nk.

Vinsamlegast athugið að umsóknir þurfa að hafa borist fjárlaganefnd í síðasta lagi 15. október.

Umsóknareyðublað til fjárlaganefndar.