Tilkynningar

Afhending nýrrar Biblíuþýðingar

19.10.2007

Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, afhenti í dag, 19. október, við hátíðlega athöfn Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, eintak af nýrri þýðingu á Biblíunni. Jafnframt færði biskup öllum alþingismönnum Biblíu að gjöf. Auk biskups, þingforseta og ráðherra eru á mynd hér að ofan þau Guðrún Kvaran, formaður þýðingarnefndar, og Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi og útgáfustjóri JPV.

Það er Hið íslenska Biblíufélag sem stendur að þessari nýju útgáfu Biblíunnar. Flutti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ávarp við þetta tilefni og þakkaði þessa góðu gjöf fyrir hönd Alþingis og þingmanna.

Ávarp Sturlu Böðvarssonar við móttöku nýrrar Biblíuþýðingar