Tilkynningar

Athöfn í tilefni af útgáfu nýrrar þýðingar á Biblíunni

19.10.2007

Föstudaginn 19. október kl. 11.30 verður athöfn í efrideildarsal í tilefni af útgáfu nýrrar þýðingar á Biblíunni. Biskup Íslands, sem forseti Biblíufélagsins, mun afhenda forseta Alþingis, forsætisráðherra, kirkjumálaráðherra og alþingismönnum hina nýju þýðingu. Til athafnarinnar er boðið alþingismönnum og forustu Biblíufélagsins, þýðendum og nokkrum öðrum gestum. Blaðamannafundur í tilefni útgáfunnar verður í Kringlu kl. 12 miðdegis.