Tilkynningar

Upplýsingar um alþingiskosningarnar 2007 á vefnum Kosning.is

20.3.2007

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur opnað upplýsingavef vegna alþingiskosninganna 12. maí. Á upplýsingavefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar um atriði sem lúta að alþingiskosningum.