Tilkynningar

Skipað í úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

18.3.2008

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, hefur skipað í úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn í samræmi við ákvæði 3. gr. reglna um fræðimannsíbúðina.

Úthlutunarnefndin er skipuð dr. Önnu Agnarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, dr. Ágústi Einarssyni, rektor Háskólans við Bifröst, og dr. Kristni Ólasyni, rektor Skálholtsskóla.

Fræðimannsíbúðin hefur verið auglýst laus til umsóknar fyrir tímabilið 3. september 2008 til 1. september 2009 og er umsóknarfrestur til 7. apríl nk. Nánari upplýsingar er að finna á vef 
Jónshúss http://www.jonshus.dk (Fræðimannsíbúð).