Tilkynningar

Starf þingvarðar

8.11.2013

Skrifstofa Alþingis óskar að ráða þingvörð í fullt starf. Þingverðir starfa á rekstrar- og þjónustusviði Alþingis. Unnið er á dag- og helgarvöktum milli kl. 8.00-20.00. Viðkomandi verður að vera reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf krefur.
 

Helstu verkefni:

  • Öryggisgæsla.
  • Eftirlitsferðir.
  • Akstur bifreiða.
  • Skráning.Móttaka gesta.
  • Útréttingar og sendiferðir.
  • Önnur verkefni

 


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun.
  • Gott líkamlegt ástand.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta, góð kunnátta í ensku og/eða öðrum tungumálum.
  • Rík þjónustulund.
  • Snyrtimennska og fáguð framkoma.


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Upphaf ráðningar er samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Ágústsson, deildarstjóri þingvörslu, í síma 563 0500.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 25. nóvember.

Umsóknir ásamt ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um reynslu og fyrri störf óskast sendar á netfangið: starfsmannahald@althingi.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:
Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.