Tilkynningar

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða sérfræðing í notendaþjónustu

8.5.2014

Sérfræðingur í notendaþjónustu


Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða sérfræðing í notendaþjónustu á upplýsingatækniskrifstofu. Skrifstofan annast þróun og rekstur tölvukerfa Alþingis. Jafnframt annast skrifstofan alla almenna tölvu- og notendaþjónustu. Starfsmenn skrifstofunnar eru sjö.

Helstu verkefni og ábyrgð
Uppsetning og viðhald á vélum og hugbúnaði notenda.
Umsjón með prenturum og öðrum tækjabúnaði.
Almenn þjónusta við notendur.
Samskipti við starfsmenn og samstarfsaðila.

Hæfnikröfur
Viðeigandi menntun í tölvu- og upplýsingatækni, Microsoft-gráður kostur.
Góð almenn þekking á tölvum og tölvukerfum.
Góð þekking á Microsoft Windows stýrikerfum og Microsoft hugbúnaði, s.s. Office.
Reynsla af notendaþjónustu nauðsynleg.
Góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
Frumkvæði, fagmennska, sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
Góð íslenskukunnátta áskilin. Góð tök á ensku og einu Norðurlandamáli æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Starfshlutfall er 100%. Áhersla er lögð á símenntun í starfi.

Sótt er um starfið á heimasíðu Alþingis og á Starfatorgi. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 26. maí. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Alþingi er reyklaus vinnustaður. Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.

Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.05.2014

Nánari upplýsingar veitir
Þorbjörg Árnadóttir - thorbjorg@althingi.is - 563 0625

Smelltu hér til að sækja um starfið.