Tilkynningar

Starf þjónustufulltrúa á skiptiborði

28.5.2014

Þjónustufulltrúi á skiptiborði skrifstofu Alþingis.

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða í starf þjónustufulltrúa á skiptiborði í fullt starf. Þjónustufulltrúi starfar á rekstrar- og þjónustusviði Alþingis. Umsækjandi verður að vera reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf krefur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn símsvörun.
Fjölbreytt símaþjónusta.
Boðanir funda, úthringingar, skilaboðaþjónusta o. fl.
Tölvuvinnsla.
Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur
Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Rík þjónustulund.
Gott vald á íslenskri tungu.
Góð kunnátta erlendum málum (ensku, Norðurlandamálum)

Frekari upplýsingar um starfið
Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Starfshlutfall er 100%. Áhersla er lögð á símenntun í starfi.

Sækja skal um starfið á heimasíðu Alþingis og á Starfatorgi. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 16. júní. Umsóknir gilda í sex mánuði. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störf hjá skrifstofu Alþingis.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.06.2014


Nánari upplýsingar veitir

Ólöf Þórarinsdóttir - olof@althingi.is - 5630500


Smelltu hér til að sækja um starfið.