Tilkynningar

Málverk af Emil Jónssyni, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis, afhjúpað

4.6.2014

Í gær, þriðjudaginn 3. júní, afhjúpaði forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, málverk af Emil Jónssyni, fyrrverandi forseta sameninaðs Alþingis, að viðstaddri fjölskyldu Emils, alþingismönnum, fyrrverandi forsetum Alþingis og fleiri gestum. Að lokinni afhjúpun málverksins flutti Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur erindi um stjórnmálaferil Emils Jónssonar.Malverk_Emil_Jonsson Halldór Pétursson listmálari málaði myndina árið 1973 og hefur henni nú verið komið fyrir í efrideildarsal.

Emil Jónsson var forseti sameinaðs Alþingis 1956-1959. Hann sat á Alþingi í tæp 37 ár og gegndi ráðherrastörfum í tæp 18 ár. Emil Jónsson var einn fárra manna til að gegna oddvitastöðu löggjafar- og framkvæmdarvalds er hann var um tveggja vikna skeið forseti sameinaðs Alþingis og forsætisráðherra Íslands samtímis.Fjolskylda_Emils_Jonssonar

 

Alþingi átti fyrir portrettmyndir af öllum öðrum forsetum sameinaðs þings frá 1901, að Emil Jónssyni undanskildum, og var málverkið gjöf frá ættingjum hans til Alþingis.