Tilkynningar

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða þingvörð í fullt starf

27.2.2014

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða þingvörð í fullt starf. Þingverðir starfa á rekstrar- og þjónustusviði Alþingis. Unnið er á dag- og helgarvöktum milli kl. 8.00-20.00. Viðkomandi verður að vera reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf krefur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Öryggisgæsla.
Eftirlitsferðir.
Akstur bifreiða.
Skráning.
Móttaka gesta.
Útréttingar og sendiferðir.
Önnur verkefni.

Hæfnikröfur
Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun.
Gott líkamlegt ástand.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Rík þjónustulund.
Snyrtimennska og fáguð framkoma.
Góð íslenskukunnátta, góð kunnátta í ensku og/eða öðrum tungumálum.

Frekari upplýsingar um starfið
Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Upphaf ráðningar er samkvæmt samkomulagi.

Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 17. mars. Sótt er um starf á heimasíðu Alþingis og á Starfatorgi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Alþingi er reyklaus vinnustaður. Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.03.2014

Nánari upplýsingar veitir
Guðlaugur Ágústsson - gulli@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið.