Tilkynningar

Ásta R. Jóhannesdóttir ráðin framkvæmdastjóri

13.2.2014

Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í morgun að ráða Ástu R. Jóhannesdóttur í starf framkvæmdastjóra 100 ára afmælishátíðar kosningarréttar kvenna. Alls barst 81 umsókn um starfið. Framkvæmdastjórinn mun starfa með framkvæmdanefnd afmælishátíðarinnar sem kjörin var á fundi forseta Alþingis með fulltrúum samtaka íslenskra kvenna 14. september síðastliðinn.

Framkvæmdanefndina skipa Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og formaður Kvenréttindafélags Íslands, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi alþingismaður, Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, og Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Varamenn í nefndinni eru Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri og fyrrverandi alþingismaður, Erla Karlsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, og Ingimar Karl Helgason fréttamaður.