Tilkynningar

Skipað í úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar

22.1.2014

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hefur skipað í úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn í samræmi við ákvæði 10. gr. reglna um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

Úthlutunarnefndin er skipuð dr. Ágústi Einarssyni, prófessor og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, dr. Önnu Soffíu Hauksdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundi Heiðari Frímannssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri.