Tilkynningar

Opinn fundur um Íbúðalánasjóð 22. nóvember - Bein útsending

20.11.2013

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun halda opinn fund föstudaginn 22. nóvember 2013 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Fundurinn hefst kl. 13.00. Á síðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrsluna eru gögn sem tengjast umfjöllun nefndarinnar um málið. Bein útsending verður frá fundinum.

Gestir:
kl. 13:00
Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra

kl. 14:00
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi og
Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkisendurskoðun
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og
Íris Björnsdóttir, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu og á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.