Tilkynningar

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 26. september - bein útsending

26.9.2013

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. hófst kl. 9.00. Gestir fundarins eru fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs og tveir fyrrverandi formenn og varaformenn stjórnar Íbúðalánasjóðs. Greinargerð Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.

Gestir fundarins eru:
Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
Gunnar S. Björnsson, fyrrverandi formaður og varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs
Hákon Hákonarson, fyrrverandi formaður og varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs.

Fundurinn er haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending er frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn er haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.