Tilkynningar

Laust starf - starfsmaður í mötuneyti

13.5.2013

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmanni í mötuneyti í fullt starf.
Starfssvið:
• Matseld, bakstur og annar matarundirbúningur.
• Uppþvottur og þrif.
• Aðstoð við innkaup.
• Undirbúningur og vinna við móttökur og fundi.
• Önnur verkefni í mötuneyti.

Hæfniskröfur:
• Kunnátta í matargerð og bakstri.
• Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi æskileg
• Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Vilji til að bæta við þekkingu.
• Hreinlæti.
• Gott líkamlegt atgervi.

Mötuneytið er í Skála Alþingis við Kirkjustræti. Meginverkefni mötuneytis er að útbúa hádegisverð en einnig mat fyrir kvöldfundi Alþingis, aðra fundi og móttökur. Starfsmenn mötuneytis eru fjórir. Starfsmaður vinnur undir stjórn matráðskonu. Starfsmaður þarf að vera tilbúinn til að vinna óreglulega yfirvinnu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Frekari upplýsingar veitir Ólöf Þórarinsdóttir, forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs, í síma 563-0500.

Umsóknarbréf ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar með tölvupósti á netfangið starfsmannahald@althingi.is fyrir 27. maí nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:
Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.