Tilkynningar

Fréttamannafundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis 3. apríl kl. 13.30 um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum

3.4.2013

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis boðar til fréttamannafundar í Alþingishúsinu í dag, 3. apríl, kl. 13.30 í fundarherbergi forsætisnefndar. Á fundinum verða kynntar tillögur nefndarinnar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum en sérstök undirnefnd skipuð fulltrúum meiri hluta og minni hluta hefur unnið að tillögunum að undanförnu.

Nánari upplýsingar veitir Skúli Helgason, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis,
s. 695-6901.