Tilkynningar

Tillögur allsherjar- og menntamálanefndar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum

3.4.2013

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti á fréttamannafundi í Alþingishúsinu í dag tillögur nefndarinnar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum (pdf). Sérstök undirnefnd skipuð fulltrúum meiri hluta og minni hluta hefur unnið að tillögunum að undanförnu.