Tilkynningar

Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd með peningastefnunefnd 25. febrúar - bein útsending

22.2.2013

Opinn fundur verður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mánudaginn 25. febrúar, frá kl. 10 til 12.
Efni fundarins varðar störf peningastefnunefndar, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Gestir fundarins verða seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar í peningastefnunefnd bankans.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.