Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar

25.2.2013

Opinn fundur var haldinn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mánudaginn 25. febrúar, frá kl. 10 til 12.
Efni fundarins varðaði störf peningastefnunefndar, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Gestir fundarins voru seðlabankastjóri og fulltrúar í peningastefnunefnd bankans.

Bein útsending var frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Hljóð- og myndupptökur af opnum fundum fastanefnda eru á vefsíðum nefndanna og á vefsíðu með upptökum af öllum opnum nefndarfundum.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.