Tilkynningar

Leiðbeiningar um nýjan vef Alþingis

1.10.2001

Notendur vefs Alþingis geta breytt forsíðunni og búið til "Síðuna mína" með því að skrá notandanafn og lykilorð. Kjósi notandi að nota síðurnar óbreyttar þarf enga skráningu.

Eigin forsíða og sérsmíðuð „Síðan mín“ gerir notendum vefs Alþingis kleift að sníða upplýsingagjöf betur að eigin þörfum og auðveldar þannig aðgang að þeim uppýsingum sem notandinn leitar oftast eftir. Vefþjónn Alþingis geymir upplýsingarnar um síður notandans. Ef notendur lenda í vandræðum með innskráningu á vefinn eða við breytingar á síðum er hægt að fá aðstoð á skrifstofu Alþingis s. 5630 500 eða með því að senda póst til ritstjori@althingi.is

Nýskráning

1. Áður en hafist er handa við að búa til eigin síður þarf nýr notandi að velja notandanafn og lykilorð. Notandanafn skal vera minnst 9 stafir og má bæði nota bókstafi og tölustafi. Lykilorð þarf að vera á bilinu 5 til 8 stafir og má bæði nota bókstafi og tölustafi.

Notandi þarf ekki að skrá aðrar upplýsingar en notandanafn og lykilorð nema hann kjósi. Ef notandi skráir veffang er til dæmis fljótlegt að senda nýtt lykilorð sé hið gamla gleymt.

2. Byrjað er á að smella á „Nýskráning“. Í glugganum „Skrá nýjan notanda“ skráir notandinn notandanafn og lykilorð en getur valið hvort hann skráir aðrar upplýsingar þar. Að lokum er smellt á hnappinn „Nýr notandi“.

3. Í innskráningarglugganum er skráð notandanafn og lykilorð. Að lokum er smellt á hnappinn „Skrá inn“.

4. Nú hefur notandinn aðgang að vefsíðum sem notaðar eru til að velja efni á forsíðu og „Síðuna mína“.