Tilkynningar

Feneyjanefnd Evrópuráðsins fundar um frumvarp til stjórnarskipunarlaga á Íslandi 17. og 18. janúar

15.1.2013

Feneyjanefnd Evrópuráðsins fundar í Reykjavík dagana 17. og 18. janúar 2013 með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, fulltrúum stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs, fulltrúum stjórnmálasamtaka, fulltrúum félagasamtaka og ýmsum sérfræðingum um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpinu.
Fréttamannafundur verður haldinn með fulltrúum Feneyjanefndarinnar kl. 18.10 fimmtudaginn 17. janúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis Austurstræti 8-10, 2. hæð.

Efni um stjórnarskrármál á vef Alþingis.