Tilkynningar

Feneyjanefnd Evrópuráðsins afhent ensk þýðing á frumvarpi til stjórnarskipunarlaga

14.12.2012

Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, gekk í dag á fund Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Þar afhenti Valgerður nefndinni enska þýðingu á frumvarpi til stjórnarskipunarlaga (pdf), ásamt hlutum úr greinargerð (pdf) í því skyni að afla álits nefndarinnar á frumvarpinu.