Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með umboðsmanni Alþingis 1. nóvember

1.11.2012

Opinn fundur var haldinn stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með umboðsmanni Alþingis 1. nóvember 2012. Fjallað var um ársskýrslu umboðsmanns Alþingis vegna ársins 2011 (pdf).

Hljóð- og myndupptökur af opnum fundum fastanefnda eru á vefsíðum nefndanna og á vefsíðu með upptökum af öllum opnum nefndarfundum.

Bein útsending var frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.