Tilkynningar

Ferð velferðarnefndar Alþingis um um Suðurland 11. og 12. október 2012

11.10.2012

Velferðarnefnd Alþingis ferðast um Suðurland 11. -12. október 2012 og kynnir sér starfsemi ýmissa stofnana sem starfa á sviði velferðarmála, heilbrigðisstofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili o.fl. ásamt því að funda með fulltrúum stofnana og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu.

Nefndarmenn munu meðal annars funda með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, vistunarmatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurlands, sveitastjóra og oddvita Bláskógabyggðar, bæjarstjóra Árborgar og fulltrúum sveitarstjórnar, fulltrúum hjúkrunar- og dvalarheimila á Hellu, Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum.