Tilkynningar

Fundur fjárlaganefndar 28. september verður opinn fréttamönnum að hluta

28.9.2012

Dagskrárliður 3, Fjársýsla ríkisins, á fundi fjárlaganefndar Alþingis 28. september 2012 verður opinn fréttamönnum. Gestur verður Gunnar H. Hall fjársýslustjóri. Fundurinn hófst kl. 9.00. Gert er ráð fyrir að 3. dagskrárliður, Fjársýsla ríkisins, hefjist kl. 13.00.

Dagskrá fundarins.

Fundurinn er haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir. Fundurinn er opinn fréttamönnum en verður hvorki tekinn upp né sent beint frá honum á vegum Alþingis.

Fundurinn er haldinn með stoð í ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis