Tilkynningar

Ný úttekt rannsókna- og upplýsingaskrifstofu

15.6.2020

Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því að Norður-Slésvík sameinaðist Danmörku og er þessa minnst með ýmsu móti í Danmörku. Ný úttekt rannsókna- og upplýsingaskrifstofu Alþingis fjallar um hinar langvinnu deilur sem stóðu um sambúð hertogadæmanna og danska konungsríkisins og lyktir þeirra. Margt í þeirri sögu skírskotar til Íslandssögunnar.