Tilkynningar

Nýir stólar í þingsal

4.9.2024

Við upphaf nýs þings setjast þingmenn í nýja stóla en stólar í þingsalnum voru síðast endurnýjaðir árið 1987. Stólarnir eru sömu gerðar og þeir stólar sem eru í þingflokksherbergjum og fundarherbergjum í Smiðju. Stólarnir nefnast Spuni og eru eftir hönnuðinn Erlu Sólveigu Óskarsdóttur en tillöguna að leðuráklæðinu og litnum á því átti Anna Leoniak hjá Marimo.

Stóll forseta og stólar starfsfólks eru bólstraðir í sama leðri og stólar þingmanna. Einnig er nýtt leður í borðplötum. Stólarnir voru bólstraðir hjá Á. Guðmundsson. Bólstrarinn á Langholtsvegi endurbólstraði stól forseta og starfsfólks, ásamt plötunum í borðunum. Skjaldarmerkið verður á sínum stað á ráðherrastólum en það er ekki stimplað á leðrið heldur saumað í það á saumastofunni Óla prik.

Nyir-stolar