Tilkynningar

Nýtt efni um kosningar og kosningaúrslit á vef Alþingis

9.6.2021

Teknar hafa verið saman ýmsar upplýsingar um alþingiskosningar frá 1844 til nútímans og birtar á vef Alþingis. Þar er gerð grein fyrir kjördæmaskipulagi í þingkosningum og vikið að þróun kosningarréttar og kjörsóknar, kjördögum og ýmsu fleiru sem varðar framkvæmd þingkosninga.

Hvað kosningaúrslit varðar er þeim lýst frá 1874 þegar kosið var til fyrsta þingsins með takmarkað löggjafarvald. Eftir að gerð var breyting á kjördæmafyrirkomulagi árið 1959 og hlutfallskosning tekin upp um allt land eru úrslit tengd kjördæmum og þingmönnum.

Ekki eru aðrar leiðir til þingsætis en í þingkosningum og þótt framkvæmd þeirra sé ekki á verksviði Alþingis þótti hæfa að á vef stofnunarinnar væru upplýsingar um framkvæmd þessa þáttar lýðæðisskipulagsins enda er slíkt efni að finna á vefsíðum margra erlendra þjóðþinga.

Kosningar og kosningaúrslit  

Almennar upplýsingar um alþingiskosningar