Tilkynningar

Opið hús á Alþingi 1. desember í tilefni fullveldisafmælis

30.11.2018

Alþingishúsið verður opið almenningi laugardaginn 1. desember kl. 13:30–18:00 í tilefni af því að þá eru 100 ár liðin frá því að sambandslagasamningurinn tók gildi 1918 og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.

Þingmenn og starfsmenn skrifstofu Alþingis veita leiðsögn um húsið og ræða við gesti. Í Skála verður sýning á ljósmyndum, skjölum og völdum tilvitnunum úr umræðum á þingi um sambandslagasamninginn.

Viðburðurinn er liður í dagskrá fullveldisafmælisársins 2018 og haldinn í samstarfi við afmælisnefnd.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Inngangur er um aðaldyr Skálans.

Nánar um fullveldið og sambandslagasamninginn á undirsíðu.

2skrifstofa-forseta_1542876798909

 

10thingsalur_1542876869419

 

 

13efrideildarsalur_1542876876625



8kringla_1542876855559

Ljósmyndir © Bragi Þór Jósefsson