Tilkynningar

Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 11. janúar um áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir

10.1.2022

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 11. janúar kl. 13:30. Tilefnið er áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir.

Gestir fundarins verða: Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Róbert Farestveit, sviðsstjóri og hagfræðingur hjá ASÍ,  Magnús Norðdahl, sviðsstjóri og lögfræðingur hjá ASÍ, Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.