Tilkynningar

(Fundi frestað) Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 22. febrúar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabankans

18.2.2022

ATH. Fundinum hefur verið frestað.

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund þriðjudaginn 22. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta árs 2021. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og ásamt honum mætir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Af sóttvarnaástæðum geta gestir þó ekki verið í sama fundarherbergi og nefndarmenn á meðan fundurinn fer fram en geta fylgst með útsendingu fundarins í öðru rými.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.