Tilkynningar

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra - bein útsending

30.1.2018

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 31. janúar kl. 9.15 um ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Bein útsending verður frá fundinum.

Á fundinn mætir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

 

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. 

Fundurinn er haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.