Tilkynningar

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um verklag ráðherra við tilnefningu í stöður

12.6.2020

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 15. júní 2020 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:00. Fundarefni er verklag ráðherra við tilnefningar í stöður, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa. Gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.