Tilkynningar

Opinn fundur um skýrslu peningastefnunefndar

14.9.2018

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 18. september kl. 9:10-10:10 um skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis frá 5. júlí 2018. Fulltrúar nefndarinnar munu koma á fundinn sem haldinn verður í húsnæði nefndasviðs í Austurstræti 8–10 og er opinn á meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.