Tilkynningar

Ræstitæknir óskast á skrifstofu Alþingis

6.10.2022

Við leitum að jákvæðum einstaklingi til starfa í frábæru teymi ræstitækna á rekstrar- og þjónustusviði skrifstofu Alþingis. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir framúrskarandi þjónustu- og samskiptahæfni. Um er að ræða fullt starf og er vinnutíminn kl. 7–15 auk tilfallandi yfirvinnu.

Hlutverk rekstrar- og þjónustusviðs er meðal annars umsjón með rekstri húsnæðis og öryggismála ásamt almennri þjónustu fyrir þingmenn og starfsfólk. Ræstitæknar annast þrif í öllu húsnæði Alþingis.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þrif á skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á starfssvæði Alþingis
  • Þvottur, frágangur og dreifing á hreinlætisvörum
  • Önnur verkefni á rekstrar- og þjónustusviði

Hæfniskröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg
  • Reynsla af vinnu í teymi er kostur
  • Metnaður og ábyrgð í starfi
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru framsækni, virðing og fagmennska.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 17.10.2022.

Nánari upplýsingar veitir

Sigurlaug Skaftad. McClure, vaktstjóri – sigurlaugs@althingi.is – 563 0500

Smelltu hér til að sækja um starfið