Tilkynningar

Samningur um gerð talgreinis undirritaður

7.9.2016

Fulltrúar Alþingis og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samning um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði sem nýttur verður við ræðuritun. Innan tveggja ára er stefnt að því að til verði talgreinir sem byggir á gervigreind, sem skrái niður ræður á Alþingi.Samningur Alþingis og HR

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis og Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, for­seti tækni- og verk­fræðideild­ar HR, undirrita samninginn.

Verkefnið er til tveggja ára. Byrjað verður á því að smíða frumgerð af talgreini með því að greina upptökur af ræðum alþingismanna. Í því felst m.a. að þjálfa og prófa mismunandi útfærslur á talgreiningu. Í  seinni hluta verkefnisins er gert ráð fyrir að talgreinirinn verði samþættur við tölvukerfi Alþingis og settir verði upp ferlar sem nýti talgreininn við fyrsta skrefið í ræðuritun.
Samningur Alþingis og HR

Jón Guðna­son, lektor og náms­braut­ar­stjóri há­tækni­verk­fræði við HR; Guðrún Arn­björg Sæv­ars­dótt­ir, for­seti tækni- og verk­fræðideild­ar HR; Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is og Ari Krist­inn Jóns­son, rektor HR.