Tilkynningar

Samúðarkveðjur til neðri deildar breska þingsins

23.5.2017

Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, greindi frá því við upphaf þingfundar 23. maí að forseti hafi fyrir hönd Alþingis sent samúðarkveðjur til forseta neðri deildar breska þingsins, John Bercow, vegna hinna hryllilegu hryðjuverka sem áttu sér stað í Manchester í gærkvöldi. Forseti Alþingis fordæmir tilræðismennina og vottar bresku þjóðinni og aðstandendum fórnarlamba dýpstu samúð.