Tilkynningar

Samúðarkveðjur til nýsjálensku þjóðarinnar

15.3.2019

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sendi Trevor Mallard, forseta nýsjálenska þingsins, samúðarkveðjur vegna hinna mannskæðu hryðjuverka sem framin voru í Christchurch í dag. Hann getur þess í bréfinu að sem ungur maður hafi hann búið eitt ár í Nýja-Sjálandi og heimsótt landið nokkrum sinnum síðan. Hann geti rétt ímyndað sér hversu mikið áfall árásirnar hafi verið fyrir eyþjóð langt frá átakasvæðum. Steingrímur vottar, fyrir hönd Alþingis, nýsjálensku þjóðinni, íbúum Christchurch og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sína dýpstu samúð.