Tilkynningar

Síðari dagur umræðna um frumvarp til fjárlaga

14.9.2018

Síðari dagur umræðna um frumvarp til fjárlaga, þar sem fjallað er um einstaka málaflokka, er föstudaginn 14. september. Gert er ráð fyrir um það bil einnar klukkustundar ræðutíma fyrir hvern ráðherra.

Röð ráðherranna í umræðunni er eftirfarandi:

Forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir)

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir)

Heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson)

Mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir)

Utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson)

Dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen)

Félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason)

Umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson)

Við lok umræðunnar talar fjármálaráðherra (10 mín.), talsmenn þingflokka (10 mín.), lokaorð ráðherra (5 mín.). Andsvör leyfð (nema á eftir lokaorðum ráðherra).