Tilkynningar

Síðsumarsfundur forsætisnefndar

15.9.2020

Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund 14. september sl., en fundurinn var nokkuð seinna en venja er þar sem þingstörfum lauk ekki fyrr en 4. september. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis og var nú haldinn í Reykjavík. Á fundinum var rætt um undirbúning fyrir komandi þinghald, en nýtt þing, 151. löggjafarþing, verður sett 1. október nk. Á fundinum var einnig rætt um ýmis mál er varða starfsemi og rekstur Alþingis auk þess sem málefni embættis ríkisendurskoðanda og umboðsmanns Alþingis voru til umfjöllunar.

Ásamt forsætisnefnd sátu fundinn embættismenn frá skrifstofunni auk þess sem ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis sátu þann hluta fundarins þar sem fjallað var um málefni þeirra stofnana.