Tilkynningar

Skólaþing 10 ára

23.11.2017

Skólaþing, kennsluver Alþingis, fagnar nú 10 ára afmæli en það var formlega opnað 23. nóvember 2007. Skólaþing er ætlað nemendum á unglingastigi grunnskólans og á þeim 10 árum sem það hefur starfað hafa rúmlega 15.500 nemendur úr 76 grunnskólum hlotið fræðslu þar. Aldrei hafa fleiri nemendur heimsótt Skólaþing á haustönn en í vetur, tæplega 1.000. Á afmælisdaginn 23. nóvember munu nemendur Akurskóla úr Reykjanesbæ setjast á Skólaþing. 

Nánari upplýsingar um Skólaþing má sjá á http://www.skolathing.is/.


Merki Skólaþings