Tilkynningar

Skrifstofa Alþingis á uppleið í starfsánægjukönnuninni Stofnun ársins 2020

15.10.2020

Skrifstofa Alþingis er í 30. sæti af 83 í flokki stórra stofnana í starfsánægjukönnuninni Stofnun ársins en niðurstöður hennar voru kynntar á málþingi Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, 14. október. Þetta er besti samanlagður heildarárangur skrifstofunnar síðan hún hóf þátttöku í könnuninni.

Könnunin var lögð fyrir starfsfólk skrifstofunnar í sjöunda skipti í febrúar síðastliðnum. Skrifstofan hækkar á öllum þáttum sem spurt var um. Töluverð hækkun er á þáttum eins og stjórnun, starfsanda, sveigjanleika, ánægju og stolti. Niðurstöðurnar sýna að skrifstofa Alþingis er á réttri leið í vinnu sinni að því að þróa og bæta starfsumhverfið og er öllu starfsfólki hvatning til að halda áfram á þeirri braut.

Heildarniðurstöður könnunarinnar má nálgast á vef Sameykis.