Tilkynningar

Staða upplýsingafræðings við rannsóknarþjónustu Alþingis

28.2.2019

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir upplýsingafræðingi við rannsóknarþjónustu Alþingis.

Hlutverk rannsóknarþjónustunnar er að veita þingmönnum, þingnefndum og starfsfólki Alþingis faglega sérfræðiþjónustu, m.a. með upplýsingaöflun og greiningu gagna. Rannsóknarþjónustan hefur jafnframt frumkvæði að upplýsingamiðlun til þingmanna og starfsfólks Alþingis. Bókasafn Alþingis fellur undir rannsóknarþjónustuna.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi í lifandi umhverfi. Framundan er stefnumótun um upplýsingamiðlun og hlutverk bókasafnsins þar sem áhersla er á aukið aðgengi að fjölbreyttu rafrænu efni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móta stefnu um framboð og aðgengi að rafrænu efni og upplýsingaveitum.
  • Afla upplýsinga um fjölbreytta málaflokka og miðla til þingmanna og þingnefnda.
  • Kynna og leiðbeina um þjónustu deildarinnar og sérstaklega rafrænar upplýsingaveitur.
  • Umsjón með innkaupum prentaðra tímarita og bóka ásamt skráningu þeirra.

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í upplýsingafræði.
  • Marktæk reynsla af því að starfa við upplýsingaleit, framsetningu og miðlun upplýsinga.
  • Góð þekking og áhugi á íslenskum og erlendum samfélagsmálum.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og rík þjónustulund.
  • Gott vald á íslensku máli og góð kunnátta í Norðurlandamálum og ensku.


Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt prófskírteinum og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari. Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 18.3. 2019.

Nánari upplýsingar veitir
Hildur Björk Svavarsdóttir – hildurbjork@althingi.is – 563-0500

Sækja um starf