Tilkynningar

Starfsmaður í fasteignaumsjón á skrifstofu Alþingis

23.11.2020

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir laghentum einstaklingi til starfa í fasteignaumsjón á rekstrar- og þjónustusviði. Í starfinu felst dagleg umsýsla ásamt minni viðgerðum og viðhaldi á fasteignum og húsbúnaði. Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem lætur sér annt um eignir þingsins og er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Hlutverk rekstrar- og þjónustusviðs er rekstur húsnæðis og umsjón öryggismála, ásamt almennri þjónustu við þingmenn og starfsfólk. Starfið er unnið undir stjórn verkefnastjóra fasteigna á rekstrar- og þjónustusviði. Um er að ræða fjölbreytt starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almennt viðhald og endurbætur á húseignum og lóð þingsins.
 • Viðhald og flutningur á húsbúnaði.
 • Uppsetning og breytingar á innra skipulagi húsnæðis.
 • Önnur verkefni sem falla undir verksvið fasteignaumsjónar.

Hæfnikröfur

 • Iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
 • Sjálfstæði og góð samskiptafærni.
 • Góð tölvu- og tæknikunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta og ritfærni.
 • Ökuréttindi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.
Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari. Ráðið er í starfið frá og með 1. febrúar 2021. Gildi skrifstofu Alþingis eru framsækni, virðing og fagmennska.

 • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið: Iðnstörf
 • Stéttarfélag: Félag starfsmanna Alþingis
 • Umsóknarfrestur er til: 7. desember 2020

Nánari upplýsingar veitir

Jörundur Ragnar Blöndal –  jorundur.blondal@althingi.is – 563 0500

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Smelltu hér til að sækja um starfið