Tilkynningar

Stofnfundur Félags fyrrverandi starfsmanna Alþingis

20.2.2019

Stofnfundur Félags fyrrverandi starfsmanna Alþingis (FFSA) var haldinn föstudaginn 15. febrúar í Skála Alþingis. Skrifstofa Alþingis boðaði fyrrverandi starfsmenn Alþingis, þá sem unnið hafa hjá þinginu í tvö ár að lágmarki, til stofnfundarins. Um 50 manns mættu og teljast stofnfélagar. Allmargir fyrrverandi starfsmenn boðuðu forföll með tölvupóstum og hringingum en lýstu vilja til að vera með í félaginu.

Gerð var bráðabirgðasamþykkt fyrir félagið og kosin stjórn þess. Hana skipa Sigurður Jónsson, formaður, Snjólaug Ólafsdóttir, Ólafía Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Haukur Arnþórsson.

StofnfundurFFSA
Um 50 manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Skála Alþingis.